Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:54 Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn. Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15