Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:00 Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð í gær. Vísir/Ernir Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20. Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20.
Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32