Fær enn í skóinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2016 10:00 Stefán Pétur Sólveigarson heldur ennþá upp á lítið jólasveinastígvél sem hann setti alltaf út í glugga sem barn. Hann fékk glaðning frá jólasveinunum í stígvélið og fær reyndar enn. mynd/gva Lítið leirstígvél er í sérstöku uppáhaldi hjá vöruhönnuðinum Stefáni Pétri Sólveigarsyni en það fer út í glugga fyrir hver jól. Sem krakki fékk hann glaðning frá jólasveinunum í stígvélið og fær reyndar enn. Stígvélið er orðið mjög sjúskað en það hefur fylgt mér frá því ég var pínulítill. Við systkinin áttum sitt hvort stígvélið og settum þau út í glugga. Jólasveinarnir gáfu okkur í skóinn í það. Þetta er eina skrautið sem ég hef alltaf átt og set alltaf upp á jólum,“ segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður um uppáhaldsjólaskrautið sitt, rautt jólasveinastígvél úr leir. Hann fær reyndar enn þá glaðning í stígvélið. „Stígvélið fer enn upp í glugga, konan mín tók nefnilega upp á því að gefa mér í skóinn fyrir nokkrum árum. Ég gaf henni því amerískan jólasokk svo hún fær í sokkinn og ég í skóinn. Það er þó bara frá Kertasníki, á Þorláksmessukvöld. Ég er ekkert rosalega mikið jólabarn og kemst yfirleitt ekki í stemninguna fyrr en á Þorlák. Jólaskrautið fer því oft upp mjög seint,“ segir Stefán og kennir annríki um. „Það er bara svo mikið að gera hjá hönnuðum fyrir jólin. Þá er gott að eiga konu sem er meira jólabarn, hún setur mig í verkefnin. Á Þorláksmessu hellist stemningin yfir mig,“ segir hann sposkur. Á aðfangadag taki hann svo til óspilltra málanna eldhúsinu. „Ég elda eiginlega alltaf á heimilinu og get verið dálítið frekur í eldhúsinu. Það hefur skapast ákveðið fyrirkomulag hjá okkur að þegar annað okkar er að elda skiptir hitt sér ekkert af. Aðfangadagur er í raun eini dagurinn í árinu þar sem samvinna er í eldamennskunni. Ég sé um rjúpurnar og hún um sósuna, soðið í sósuna kemur jú af rjúpunum svo við verðum að hafa ákveðna samvinnu með það,“ segir hann sposkur. „Sem betur fer erum við bæði rjúpufólk, konan mín er frá Vopnafirði og ég úr Mývatnssveit. Rjúpur eru því hefðbundinn jólamatur hjá okkur báðum.“Heldurðu í gamlar hefðir við matreiðsluna á rjúpunni? „Ég hef stundum verið með tilraunir í rjúpueldamennskunni en það hefur ekki alltaf farið vel í alla. Yfirleitt reyni ég að elda rjúpuna eins lítið og hægt er, steiki og sýð en bara örlítið. Í gamla daga var rjúpan soðin í einn og hálfan og jafnvel tvo tíma. Mamma hafði stytt tímann talsvert gegnum árin og ég hef stytt tímann enn meira, eða niður í um það bil 35 mínútur,“ segir Stefán. Með rjúpunni ber hann fram úrvals rauðvín sem hann velur í vínsmökkun með vinahópnum. „Við köllum okkur Simply Red. Hittumst tvisvar á ári til þess að smakka vín, sumarvínin annars vegar og svo jólavínin. Við setjum okkur eitthvert verðviðmið og hver kaupir flösku. Svo smökkum við og gefum einkunn. Þá er maður einhverju nær um hvaða vín mann langar að hafa með jólamatnum,“ segir hann um þessa skemmtilegu jólahefð.En mun litla leirstígvélið ganga í erfðir í fjölskyldunni? „Strákurinn okkar fékk í skóinn í fyrsta skipti í fyrra og notaði þá bara einhvern af skónum sínum. Það væri reyndar mjög gaman að búa bara til jólastígvél eins og ég á, úr leir eða keramik með honum.“ Jól Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól
Lítið leirstígvél er í sérstöku uppáhaldi hjá vöruhönnuðinum Stefáni Pétri Sólveigarsyni en það fer út í glugga fyrir hver jól. Sem krakki fékk hann glaðning frá jólasveinunum í stígvélið og fær reyndar enn. Stígvélið er orðið mjög sjúskað en það hefur fylgt mér frá því ég var pínulítill. Við systkinin áttum sitt hvort stígvélið og settum þau út í glugga. Jólasveinarnir gáfu okkur í skóinn í það. Þetta er eina skrautið sem ég hef alltaf átt og set alltaf upp á jólum,“ segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður um uppáhaldsjólaskrautið sitt, rautt jólasveinastígvél úr leir. Hann fær reyndar enn þá glaðning í stígvélið. „Stígvélið fer enn upp í glugga, konan mín tók nefnilega upp á því að gefa mér í skóinn fyrir nokkrum árum. Ég gaf henni því amerískan jólasokk svo hún fær í sokkinn og ég í skóinn. Það er þó bara frá Kertasníki, á Þorláksmessukvöld. Ég er ekkert rosalega mikið jólabarn og kemst yfirleitt ekki í stemninguna fyrr en á Þorlák. Jólaskrautið fer því oft upp mjög seint,“ segir Stefán og kennir annríki um. „Það er bara svo mikið að gera hjá hönnuðum fyrir jólin. Þá er gott að eiga konu sem er meira jólabarn, hún setur mig í verkefnin. Á Þorláksmessu hellist stemningin yfir mig,“ segir hann sposkur. Á aðfangadag taki hann svo til óspilltra málanna eldhúsinu. „Ég elda eiginlega alltaf á heimilinu og get verið dálítið frekur í eldhúsinu. Það hefur skapast ákveðið fyrirkomulag hjá okkur að þegar annað okkar er að elda skiptir hitt sér ekkert af. Aðfangadagur er í raun eini dagurinn í árinu þar sem samvinna er í eldamennskunni. Ég sé um rjúpurnar og hún um sósuna, soðið í sósuna kemur jú af rjúpunum svo við verðum að hafa ákveðna samvinnu með það,“ segir hann sposkur. „Sem betur fer erum við bæði rjúpufólk, konan mín er frá Vopnafirði og ég úr Mývatnssveit. Rjúpur eru því hefðbundinn jólamatur hjá okkur báðum.“Heldurðu í gamlar hefðir við matreiðsluna á rjúpunni? „Ég hef stundum verið með tilraunir í rjúpueldamennskunni en það hefur ekki alltaf farið vel í alla. Yfirleitt reyni ég að elda rjúpuna eins lítið og hægt er, steiki og sýð en bara örlítið. Í gamla daga var rjúpan soðin í einn og hálfan og jafnvel tvo tíma. Mamma hafði stytt tímann talsvert gegnum árin og ég hef stytt tímann enn meira, eða niður í um það bil 35 mínútur,“ segir Stefán. Með rjúpunni ber hann fram úrvals rauðvín sem hann velur í vínsmökkun með vinahópnum. „Við köllum okkur Simply Red. Hittumst tvisvar á ári til þess að smakka vín, sumarvínin annars vegar og svo jólavínin. Við setjum okkur eitthvert verðviðmið og hver kaupir flösku. Svo smökkum við og gefum einkunn. Þá er maður einhverju nær um hvaða vín mann langar að hafa með jólamatnum,“ segir hann um þessa skemmtilegu jólahefð.En mun litla leirstígvélið ganga í erfðir í fjölskyldunni? „Strákurinn okkar fékk í skóinn í fyrsta skipti í fyrra og notaði þá bara einhvern af skónum sínum. Það væri reyndar mjög gaman að búa bara til jólastígvél eins og ég á, úr leir eða keramik með honum.“
Jól Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól