Ekki alltaf bara sól og sumar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2016 11:00 Margrét og Linda við myndirnar úr Íslandsbók barnanna sem nú eru til sýnis í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Vísir/Stefán Upphaflega átti þessi bók að koma út árið 2009 en hún lenti í hruninu“ segir Margrét Tryggvadóttir um Íslandsbók barnanna sem hún er tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir. „Ég hafði verið í samstarfi við Forlagið um að gefa út ferðabók fyrir krakka og sumarið 2008 fór ég um allt land með fjölskylduna til að taka myndir í hana. Var búin að skrifa töluverðan texta og sumt af honum er í Íslandsbók barnanna. En hrunið kom og Forlagið treysti sér ekki til að prenta bókina í lit svo hún var lögð í salt. Svo fór ég inn á þing og þá kom sér vel fyrir mig, Kópavogsbúann, að vera búin að kynna mér Suðurlandið og Suðurnesin sem varð mitt kjördæmi.“ Þegar Margrét tók upp bókarþráðinn aftur var hún orðin afhuga þeirri hugmynd að hafa bókina í litlu broti fyrir börn á ferð um landið í bíl. „Það var svo mikill 2007 andi í þeirri hugmynd, ætlast til að börnin færu um allt Ísland, skoðuðu allt og krossuðu við – rosa keppni. Ég fór að hugsa lágstemmdari bók með lýsingu á fyrirbærum, frekar en sérstökum stöðum, þannig að hægt væri að njóta hennar hvar sem væri.“ Hugmynd um að fá teiknaðar myndir í stað ljósmyndanna komu frá Forlaginu að sögn Margrétar. „Við ákváðum að búa til flotta bók svo mér datt í hug að fá Lindu Ólafsdóttur til að vinna með mér, ég hafði séð verk eftir hana, hún er bæði myndlistarmaður og menntaður myndskreytir, lærð í San Francisco og vinnur líka í Bandaríkjunum. Mig langaði að fá einhvern sem hefði ferska sýn á landið okkar. Þegar við fórum að vinna saman kom upp sú hugmynd að fara í gegnum heilt ár í myndunum svo við byrjum að vori, förum í gegnum sumarið, haustið og veturinn og svo kemur aftur vor. Þá klippti ég allan texta í sundur og raðaði honum á árstíðirnar og það gerir skemmtilegt flæði í bókinni. Ólíkt langflestum barnabókum er ekki bara sól og sumar allan tímann.“ Margrét segir að Íslendingum þyki vænt um landið sitt og séu líka pínu hræddir um það. „Ef við ætlum í sameiningu að eiga landið áfram þarf okkur öllum að þykja vænt um það eins og það er – og þar er myrkur og rigning og alls konar óveður innifalið. Við verðum að kunna að meta það líka,“ bendir hún á og segir það hina djúpu hugmyndafræði á bak við bókina. „Svo er Ísland líka orðið fjölmenningarsamfélag en ekki eins og það var um 1970 og Linda kemur því að í myndunum sínum. Til dæmis í einni stórri mynd sem sýnir hátíðahöld 17. júní, þar er breidd í mannlífinu því innan um er fólk sem greinilega er ættað annars staðar úr veröldinni.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember 2016. Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Upphaflega átti þessi bók að koma út árið 2009 en hún lenti í hruninu“ segir Margrét Tryggvadóttir um Íslandsbók barnanna sem hún er tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir. „Ég hafði verið í samstarfi við Forlagið um að gefa út ferðabók fyrir krakka og sumarið 2008 fór ég um allt land með fjölskylduna til að taka myndir í hana. Var búin að skrifa töluverðan texta og sumt af honum er í Íslandsbók barnanna. En hrunið kom og Forlagið treysti sér ekki til að prenta bókina í lit svo hún var lögð í salt. Svo fór ég inn á þing og þá kom sér vel fyrir mig, Kópavogsbúann, að vera búin að kynna mér Suðurlandið og Suðurnesin sem varð mitt kjördæmi.“ Þegar Margrét tók upp bókarþráðinn aftur var hún orðin afhuga þeirri hugmynd að hafa bókina í litlu broti fyrir börn á ferð um landið í bíl. „Það var svo mikill 2007 andi í þeirri hugmynd, ætlast til að börnin færu um allt Ísland, skoðuðu allt og krossuðu við – rosa keppni. Ég fór að hugsa lágstemmdari bók með lýsingu á fyrirbærum, frekar en sérstökum stöðum, þannig að hægt væri að njóta hennar hvar sem væri.“ Hugmynd um að fá teiknaðar myndir í stað ljósmyndanna komu frá Forlaginu að sögn Margrétar. „Við ákváðum að búa til flotta bók svo mér datt í hug að fá Lindu Ólafsdóttur til að vinna með mér, ég hafði séð verk eftir hana, hún er bæði myndlistarmaður og menntaður myndskreytir, lærð í San Francisco og vinnur líka í Bandaríkjunum. Mig langaði að fá einhvern sem hefði ferska sýn á landið okkar. Þegar við fórum að vinna saman kom upp sú hugmynd að fara í gegnum heilt ár í myndunum svo við byrjum að vori, förum í gegnum sumarið, haustið og veturinn og svo kemur aftur vor. Þá klippti ég allan texta í sundur og raðaði honum á árstíðirnar og það gerir skemmtilegt flæði í bókinni. Ólíkt langflestum barnabókum er ekki bara sól og sumar allan tímann.“ Margrét segir að Íslendingum þyki vænt um landið sitt og séu líka pínu hræddir um það. „Ef við ætlum í sameiningu að eiga landið áfram þarf okkur öllum að þykja vænt um það eins og það er – og þar er myrkur og rigning og alls konar óveður innifalið. Við verðum að kunna að meta það líka,“ bendir hún á og segir það hina djúpu hugmyndafræði á bak við bókina. „Svo er Ísland líka orðið fjölmenningarsamfélag en ekki eins og það var um 1970 og Linda kemur því að í myndunum sínum. Til dæmis í einni stórri mynd sem sýnir hátíðahöld 17. júní, þar er breidd í mannlífinu því innan um er fólk sem greinilega er ættað annars staðar úr veröldinni.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember 2016.
Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30