Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:57 Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Mynd/Barnaheill Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Er hafið. Safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þurft að þola hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður. Þetta árið snýst átakið um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum. Myndin - eða myndbandið – er merkt #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda. Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is. Frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.Steiney Skúladóttir er með fyrsta innlegg hópsins sem var birt í dag og má sjá hér fyrir neðan.Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni. Til að styrkja söfnun Barnaheilla er hægt að senda sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera: 903 1510 = 1.000 kr. 903 1520 = 2.000 kr. 903 1550 = 5.000 kr. Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar. Jólafréttir Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Jólablóm með góðum ilmi Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól
Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Er hafið. Safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þurft að þola hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður. Þetta árið snýst átakið um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum. Myndin - eða myndbandið – er merkt #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda. Í ár eru Barnaheill í samstarfi við spunahópinn Improv Ísland. Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is. Frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.Steiney Skúladóttir er með fyrsta innlegg hópsins sem var birt í dag og má sjá hér fyrir neðan.Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni. Til að styrkja söfnun Barnaheilla er hægt að senda sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera: 903 1510 = 1.000 kr. 903 1520 = 2.000 kr. 903 1550 = 5.000 kr. Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar.
Jólafréttir Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Jólablóm með góðum ilmi Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól