Þrír mætir konfektmolar 1. desember 2016 12:00 Konfektgerð er vinsæl á aðventunni. Hér er girnilegur konfektmoli úr smiðju Halldórs. Mynd/Eyþór Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.Halldór Kristján Sigurðsson konditori.Mynd/EyþórSætt og salt Halldór Kristján Sigurðsson konditor hefur kennt konfektgerð fyrir jólin í nítján ár og heldur því ótrauður áfram þetta árið en von er á 400 nemendur á 30 námskeið. Halldór gefur uppskrift að mola sem hefur verið hvað vinsælastur á námskeiðum hans. Hann má móta í hvaða form sem er eða jafnvel nota sem fyllingu.3x55 g Siríus súkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti75 g grófhakkaðar tamari ristaðar möndlur60 g rjómiBræðið súkkulaðið og hitið rjóma upp að suðumarki. Hellið síðan rjómanum í súkkulaðið í litlum skömmtum. Setjið því næst möndlurnar í, kælið. Hægt er að forma þessa blöndu að vild þegar hún er orðin köld. Til dæmis rúlla með kökukefli og skera í ferkanntaða mola, en einfaldast er að gera kúlur og dífa síðan í súkkulaðið.Moli með tvenns konar fyllingu frá Reyni í Omnom.Mynd/ErnirTvær ólíkar fyllingar Reynir Grétarsson er hjá Omnom súkkulaðigerðinni ákvað að þróa dökkan konfektmola með skel úr Madagascar súkkulaðinu frá Omnom. Inn í honum er tvískipt fylling, annars vegar kirsuberjahlaup og hins vegar mjúk kramella með koníaki. Hugmyndina fékk Reynir frá jólaboði ömmu sinnar þar sem ávallt var boðið upp á ris a la mande með kirsuberjasósu og karamellusósu. Síðan bætti hann við koníaki til að gefa molanum meiri karakter.Í skelina notaði Reynir Madagascar-súkkulaðið frá Omnom. Mynd/ErnirSkelMadagaskar súkkulaði frá OmnomKirsuberja fylling/sulta:140 g kirsuberjapúrra (eða sykurlaus kirsuberjasafi)80 g sykur1,5 g gellan (frá SOSA, fæst í Garra. Einnig hægt að nota 14 g pectin) Sykri og gellan blandað saman. Því er síðan blandað við kirsuberjapúrruna og soðið í 1 mínútu, hrært vel á meðan. Koníak karamella100 g sykur60 g glúkósi200 g rjómi50 g koníak10 g smjörSykur karamellaður í þykkbotna potti, glúkósa bætt við. Rjóminn er hitaður og helt volgum yfir karamelluna og hrært vel á meðan. Gott er að hafa karamelluna á volgri hellu á meðan þetta er gert og passa vel að sykurinn kristallist ekki. Soðið í ca 1 mínútu og koníaki bætt við og soðið í aðra mínútu. Smjöri við stofuhita hrært saman við.Þegar konfekt molarnir eru síðan fylltir er gott að sprauta kirsuberjafyllingunni fyrst og leyfa henni að standa í um 2 tíma áður en karamellunni er sprautað í. Einnig verður að passa að hafa hana ekki of heita svo súkkulaðið bráðni ekki. Gott er að láta fyllingarnar báðar sitja í molanum í amk 12 klst áður en lokað er með Madagascar súkkulaði.Rólódýrð systranna hjá Alltí köku.Mynd ErnirRólódýrð Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdóttir hjá Allt í köku þróuðu saman konfektmolann Rólódýrð þegar þær unnu að Afmælisveislubók Disney árið 2013. Markmiðið var að búa til mola sem börn og fullorðnir gætu gert í sameiningu og notið að sama skapi. Uppskriftin er því einfölt. Molinn geymist í allt að 2 vikur í kæli en reynsla þeirra systra er sú að þeir stoppa aldrei svo lengi.Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp hönnuðu konfektmolann í semeiningu.Mynd/Gassi1 pakki Bastogne kex frá LU100 g smjör400 g Róló100 ml rjómi200 g rjómasúkkulaðiSetjið lítil muffinsform í mini muffinspönnu, eða smjörpappír í 26 cm bökunarmót. Myljið LU kexið og þrýstið ofan í mótin. Bræðið smjörið og hellið yfir kexið. Notið flatt áhald til þess að þjappa botninn vel. Setjið Rólo og rjóma í pott og bræðið. Hellið yfir kexbotninn og kælið. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir karamelluna. Kælið. Takið molana úr mótunum eða losið úr stóra mótinu og skerið í bita. Geymist í kæli í allt að 2 vikur. Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Gyðingakökur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin
Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.Halldór Kristján Sigurðsson konditori.Mynd/EyþórSætt og salt Halldór Kristján Sigurðsson konditor hefur kennt konfektgerð fyrir jólin í nítján ár og heldur því ótrauður áfram þetta árið en von er á 400 nemendur á 30 námskeið. Halldór gefur uppskrift að mola sem hefur verið hvað vinsælastur á námskeiðum hans. Hann má móta í hvaða form sem er eða jafnvel nota sem fyllingu.3x55 g Siríus súkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti75 g grófhakkaðar tamari ristaðar möndlur60 g rjómiBræðið súkkulaðið og hitið rjóma upp að suðumarki. Hellið síðan rjómanum í súkkulaðið í litlum skömmtum. Setjið því næst möndlurnar í, kælið. Hægt er að forma þessa blöndu að vild þegar hún er orðin köld. Til dæmis rúlla með kökukefli og skera í ferkanntaða mola, en einfaldast er að gera kúlur og dífa síðan í súkkulaðið.Moli með tvenns konar fyllingu frá Reyni í Omnom.Mynd/ErnirTvær ólíkar fyllingar Reynir Grétarsson er hjá Omnom súkkulaðigerðinni ákvað að þróa dökkan konfektmola með skel úr Madagascar súkkulaðinu frá Omnom. Inn í honum er tvískipt fylling, annars vegar kirsuberjahlaup og hins vegar mjúk kramella með koníaki. Hugmyndina fékk Reynir frá jólaboði ömmu sinnar þar sem ávallt var boðið upp á ris a la mande með kirsuberjasósu og karamellusósu. Síðan bætti hann við koníaki til að gefa molanum meiri karakter.Í skelina notaði Reynir Madagascar-súkkulaðið frá Omnom. Mynd/ErnirSkelMadagaskar súkkulaði frá OmnomKirsuberja fylling/sulta:140 g kirsuberjapúrra (eða sykurlaus kirsuberjasafi)80 g sykur1,5 g gellan (frá SOSA, fæst í Garra. Einnig hægt að nota 14 g pectin) Sykri og gellan blandað saman. Því er síðan blandað við kirsuberjapúrruna og soðið í 1 mínútu, hrært vel á meðan. Koníak karamella100 g sykur60 g glúkósi200 g rjómi50 g koníak10 g smjörSykur karamellaður í þykkbotna potti, glúkósa bætt við. Rjóminn er hitaður og helt volgum yfir karamelluna og hrært vel á meðan. Gott er að hafa karamelluna á volgri hellu á meðan þetta er gert og passa vel að sykurinn kristallist ekki. Soðið í ca 1 mínútu og koníaki bætt við og soðið í aðra mínútu. Smjöri við stofuhita hrært saman við.Þegar konfekt molarnir eru síðan fylltir er gott að sprauta kirsuberjafyllingunni fyrst og leyfa henni að standa í um 2 tíma áður en karamellunni er sprautað í. Einnig verður að passa að hafa hana ekki of heita svo súkkulaðið bráðni ekki. Gott er að láta fyllingarnar báðar sitja í molanum í amk 12 klst áður en lokað er með Madagascar súkkulaði.Rólódýrð systranna hjá Alltí köku.Mynd ErnirRólódýrð Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdóttir hjá Allt í köku þróuðu saman konfektmolann Rólódýrð þegar þær unnu að Afmælisveislubók Disney árið 2013. Markmiðið var að búa til mola sem börn og fullorðnir gætu gert í sameiningu og notið að sama skapi. Uppskriftin er því einfölt. Molinn geymist í allt að 2 vikur í kæli en reynsla þeirra systra er sú að þeir stoppa aldrei svo lengi.Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp hönnuðu konfektmolann í semeiningu.Mynd/Gassi1 pakki Bastogne kex frá LU100 g smjör400 g Róló100 ml rjómi200 g rjómasúkkulaðiSetjið lítil muffinsform í mini muffinspönnu, eða smjörpappír í 26 cm bökunarmót. Myljið LU kexið og þrýstið ofan í mótin. Bræðið smjörið og hellið yfir kexið. Notið flatt áhald til þess að þjappa botninn vel. Setjið Rólo og rjóma í pott og bræðið. Hellið yfir kexbotninn og kælið. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir karamelluna. Kælið. Takið molana úr mótunum eða losið úr stóra mótinu og skerið í bita. Geymist í kæli í allt að 2 vikur.
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Gyðingakökur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin