Bein útsending: Þjóðin sameinast í söng klukkan 11:15 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Samsöngur í Laugarnesskóla. Vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira