Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Sunan Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 17:33 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur. Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur.
Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01