Freyr fékk mjög gott tilboð frá Kína: „Peningar eru ekki allt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 15:37 Freyr Alexandersson fór ekki til Kína heldur verður áfram með stelpurnar okkar. vísir/valli Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn