Sunna segir Sigmund Davíð aldrei hafa spurt út í efni viðtalsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 12:42 Sunna Valgerðardóttir er verðlaunaður blaðamaður. Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið. Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið.
Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35