Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2016 11:00 Tom Brady gat leyft sér að brosa í kuldanum í New England í gær. Vísir/Getty New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20 Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira
New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira