Leynd ríkir um kostnað sem þingmenn rukka Sveinn Arnarson skrifar 19. desember 2016 07:00 Allir reikningar breskra þingmanna sem hið opinbera greiðir eru opinberir almenningi. Því er öfugt farið hér á landi. Vísir/GVA Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira