Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. desember 2016 15:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Sigmundur Davíð veitti RÚV viðtal í veislu á Akureyri í gær sem haldinn var í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Sigmundur Davíð sagði að fréttamaðurinn hefði beðið hann um viðtal á ákveðnum forsendum og það hefði ekki gengið eftir. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV, spurði Sigmund Davíð hvers vegna hann, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, hefði ekki mætt í vinnuna síðan Alþingi kom saman sjötta desember síðastliðinn. „Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hverskonar nálgun er þetta á viðtal?“ svaraði Sigmundur. „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hversvegna ekki,“ sagði Sunna þá. „Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“Reiði RÚVÍ frétt á vef RÚV segir að fréttamaðurinn hafi aldrei fullyrt við Sigmund Davíð að viðtalið yrði einungis um aldarafmæli Framsóknarflokksins. Sigmundur sagðist hafa fylgst með þingfundum eins og aðrir þingmenn og gangi mála þar. Sunna sagði þá að Sigmundur hafi ekki fylgst eins vel með og aðrir þingmenn þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur og brást Sigmundur þá ókvæða við. „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott,“ sagði hann áður en hann yfirgaf herbergið. Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Sigmundur Davíð veitti RÚV viðtal í veislu á Akureyri í gær sem haldinn var í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Sigmundur Davíð sagði að fréttamaðurinn hefði beðið hann um viðtal á ákveðnum forsendum og það hefði ekki gengið eftir. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV, spurði Sigmund Davíð hvers vegna hann, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, hefði ekki mætt í vinnuna síðan Alþingi kom saman sjötta desember síðastliðinn. „Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hverskonar nálgun er þetta á viðtal?“ svaraði Sigmundur. „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hversvegna ekki,“ sagði Sunna þá. „Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“Reiði RÚVÍ frétt á vef RÚV segir að fréttamaðurinn hafi aldrei fullyrt við Sigmund Davíð að viðtalið yrði einungis um aldarafmæli Framsóknarflokksins. Sigmundur sagðist hafa fylgst með þingfundum eins og aðrir þingmenn og gangi mála þar. Sunna sagði þá að Sigmundur hafi ekki fylgst eins vel með og aðrir þingmenn þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur og brást Sigmundur þá ókvæða við. „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott,“ sagði hann áður en hann yfirgaf herbergið.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira