Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þorgeir Helgason skrifa 17. desember 2016 07:00 Grunur vaknaði um að mansal væri stundað í Vík í Mýrdal. Saksóknari ákvað að ákæra ekki í málinu. Vísir/Heiða „Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira