Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira