Stór hluti vill rannsókn á eignum dómaranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Um 73 prósent svarenda vilja að hlutabréfaeign dómara verði rannsökuð. Traust til Hæstaréttar minnkar eftir fréttir af eignum forseta Hæstaréttar. Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira