Ríkissjóður fellir niður milljarða yfirkeyrslu stofnana Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 19:57 Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar. Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar.
Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?