Dómur þyngdur vegna pókerstaðar í Skeifunni Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 16:17 Þríeykið var sakfellt fyrir að reka spilavíti í atvinnuskyni. Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14