Dómur þyngdur fyrir tilraun til nauðgunar: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 16:00 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng. Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt. Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt.
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51