Sigmundur Davíð: Ljóst hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda kosningar í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04