Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 11:07 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira