Þorvaldur skorar á Guðna að veita sér umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 23:00 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veit sér umboð til stjórnarmyndunar. vísir Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira