Þorvaldur skorar á Guðna að veita sér umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 23:00 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veit sér umboð til stjórnarmyndunar. vísir Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira