Hermenn myrða íbúa á heimilum í Aleppo Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. desember 2016 07:00 Íbúar í Aleppo hafa margir fagnað sigri stjórnarhersins á uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira