Ríkið greiðir hátt í 100 milljarða nái lífeyrisfrumvarp fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:45 Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira