Trump staðfestir tilnefningu Rex Tillerson Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 11:45 Rex Tillerson, framkvæmdastjóri ExxonMobil olíufyrirtækisins. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira