Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 19:20 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26