Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2016 19:13 Frá undirritun kjarasamningsins í nóvember síðastliðnum. vísir/stefán Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“ Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26