Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 18:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26