Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 15:36 Línur ættu að skýrast á fundi formannanna. vísir/stefán Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira