Formaður Samfylkingarinnar: „Töluverð vonbrigði“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 15:07 Logi Már og Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. vísir/anton brink Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það nokkur vonbrigði að óformlegar viðræður flokkanna fimm hafi siglt í strand. Að hans mati þurfti lítið til að flokkarnir næðu saman. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta töluverð vonbrigði. Ég held að þetta hafi verið leysanlegt. Við vorum svona nokkuð sammála um meginhugmyndina og svo átti eftir að útfæra hana. Það stundum snúið en það er alltaf hægt,“ segir Logi. Hann segir að erfiðustu málin hafi verið sjávarútvegsmál og ríkisfjármál, en vildi þó lítið tjá sig um það að öðru leyti. Heimildir fréttastofu herma þó að málin hafi fyrst og fremst strandað á Vinstri grænum. „Það voru einhverjir í hópnum sem töldu sig ekki hafa sannfæringu um að við næðum saman í tveimur þremur málum. Ég taldi hins vegar að þetta væri meira og minna handavinna sem væri eftir og að við höfum séð vel í land. En ég ber auðvitað virðingu fyrir því að hver og einn verður að meta þetta út frá sinni tilfinningu,“ segir Logi. Logi segist binda vonir við að flokkarnir fái nú örlítið svigrúm um stund. „Ég hefði talið að í þessu andrúmi sem er núna að forsetinn ætti kannski að gera það sama og síðast, þegar Birgitta fékk það, að láta þetta svolítið liggja. Menn þurfa pínu að hugsa og ég vil taka það fram að þetta er búið að vera ótrúlega gagnlegt samtal og gott og fært flokkana dálítið nálægt hvor öðrum og meiri skilning á stefnu hvers annars.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það nokkur vonbrigði að óformlegar viðræður flokkanna fimm hafi siglt í strand. Að hans mati þurfti lítið til að flokkarnir næðu saman. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta töluverð vonbrigði. Ég held að þetta hafi verið leysanlegt. Við vorum svona nokkuð sammála um meginhugmyndina og svo átti eftir að útfæra hana. Það stundum snúið en það er alltaf hægt,“ segir Logi. Hann segir að erfiðustu málin hafi verið sjávarútvegsmál og ríkisfjármál, en vildi þó lítið tjá sig um það að öðru leyti. Heimildir fréttastofu herma þó að málin hafi fyrst og fremst strandað á Vinstri grænum. „Það voru einhverjir í hópnum sem töldu sig ekki hafa sannfæringu um að við næðum saman í tveimur þremur málum. Ég taldi hins vegar að þetta væri meira og minna handavinna sem væri eftir og að við höfum séð vel í land. En ég ber auðvitað virðingu fyrir því að hver og einn verður að meta þetta út frá sinni tilfinningu,“ segir Logi. Logi segist binda vonir við að flokkarnir fái nú örlítið svigrúm um stund. „Ég hefði talið að í þessu andrúmi sem er núna að forsetinn ætti kannski að gera það sama og síðast, þegar Birgitta fékk það, að láta þetta svolítið liggja. Menn þurfa pínu að hugsa og ég vil taka það fram að þetta er búið að vera ótrúlega gagnlegt samtal og gott og fært flokkana dálítið nálægt hvor öðrum og meiri skilning á stefnu hvers annars.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59