Stolt af íslenskum íþróttakonum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen settu saman sjö Íslandsmet á HM. Mynd/Aðsend Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend
Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira