Fulltrúar flokkanna fimm hittast á fundi síðdegis Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 12:26 Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira