Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf Anton Egilsson skrifar 10. desember 2016 20:44 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira