Áríðandi að lífeyrisfrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 19:00 Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra. Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra.
Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52
Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00