Innlent

Auð skíðaparadís í Bláfjöllum

Vilhelm Gunnarsson skrifar
Trúlega er heppilegra að taka með sér gönguskó upp í Bláfjöll en skíðaskó.

Brekkurnar sem yfirleitt iða af lífi í desember standa nú auðar. Hlýindin það sem af er vetri hafa haft veruleg áhrif á skíðasvæði landsins og aðeins skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli er opið.

Ekki hefur verið eins hlýtt í meira en heila öld.

vísir/Vilhelm
Það er heldur grámyglulegt um að litast í Bláfjöllum þessa dagana.

Hitinn er nær því sem gerist yfir haustmánuðina en í venjulegum desembermánuði.

vísir/Vilhelm
Allar lyftur í Bláfjöllum eru klárar í átök vetrarins.

Nú standa þær og eftir fyrstu snjókomunni – líkt og allir skíðamenn.

vísir/Vilhelm
Staðan í Bláfjöllum er þannig að starfsmenn eru í biðstöðu.

Á meðan þeir bíða eru þeir að dytta að og laga það sem þarf að laga.

vísir/Vilhelm
Eftir að hafa ekið um Bláfjallasvæðið fannst loksins smá snjór í brekkunum og var hann á suðursvæðinu.

vísir/Vilhelm
Þessi snjóbíll kemur að litlu gagni enda er búið að taka beltin af honum og situr hann á bílaplaninu þar sem hann bíður.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×