Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 07:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Vísir/Vilhelm Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira