Lífið

Hún er jólastjarna

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Lilja var að mæta á æfingu í Laugardalshöllinni þegar þessi mynd var tekin.
Guðrún Lilja var að mæta á æfingu í Laugardalshöllinni þegar þessi mynd var tekin. Vísir/Eyþór
Grindvíkingurinn Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára, steig á svið í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og söng með mörgum öðrum stórstjörnum.



Hvenær skyldi hún hafa byrjað að syngja opinberlega? Árið 2015 tók ég þátt í söngvarakeppni 17. júní og svo söng ég í fyrsta skipti með pabba mínum á kaffihúsinu Bryggjunni líka í júní 2015. Ég hef svo nokkrum sinnum sungið með pabba mínum opinberlega eftir það.

Ertu í kór? Nei, ég er ekki að læra söng og ekki heldur í kór. En ég hef farið á þrjú stutt söngnámskeið, fyrst eitt hjá Bríeti Sunnu Valdimarsdóttir og svo tvö hjá Sessý Magnúsdóttur, frænku minni.

Í hvaða skóla ertu og hvert er þitt uppáhaldsfag? Ég er í Grunnskóla Grindavíkur og ég elska list- og verkgreinar.

Hefur þú leikið á sviði? Nei, ekki enn en mig langar til þess.

Hefur þú farið á sjó eða dorgað á bryggjunni? Ég hef farið í ferjurnar Baldur og Herjólf, svo hef ég líka farið í hraðbát og þetta var allt bara rosalega gaman.

Hefur þú ferðast um Ísland? Já, ég hef til dæmis farið til Akureyrar, Barðastrandar, Stykkishólms, Vestmannaeyja og Grímseyjar.

Hvað langar þig að verða? Ég held að mig langi að verða söngkona og hundaræktandi eða bara einhvers konar listakona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×