Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:22 Íslensku strákarnir fagna sigri á EM í sumar. Vísir/EPA Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira