Bálbreiði George í ham og lætur leikstjórnanda Portland heyra það Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 23:15 George Karl hefur stýrt liðum í 1999 leikjum í NBA-deildinni. vísir/getty George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni. NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni.
NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00
Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15