Táknræn hola Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2016 07:00 Íslenska ríkið mun þurfa að borga verktaka sem átti lægsta boð í byggingu Húss íslenskra fræða 120 milljónir króna í skaðabætur því ekkert hefur orðið af byggingarframkvæmdum vegna hússins. Sérstök heimild til slíks var samþykkt á Alþingi með fjáraukalögum fyrr í þessum mánuði. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Í húsinu áttu að vera sérhannaðar geymslur og sýningarsalir fyrir forn íslensk skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Undirbúningur að byggingu hússins hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna. Stuttu síðar hófst svo fyrsti áfangi verksins sem fólst í jarðvinnuframkvæmdum. Þegar ný ríkisstjórn tók við eftir alþingiskosningar það ár var verkefninu hins vegar slegið á frest. Síðan þá hefur „hola íslenskra fræða“ staðið við Arngrímsgötu 5 í Vesturbænum í Reykjavík. Þótt staða ríkisfjármála sé brothætt og viðkvæm hefði verið hægt að forgangsraða og hefja framkvæmdir við byggingu hússins í áföngum. Í staðinn var ekkert gert að loknum fyrsta áfanga og 120 milljónum króna var kastað út um gluggann. Formaður fjárlaganefndar Alþingis hefur viðurkennt að greiðsla skaðabótanna sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Ríkisvaldinu var hins vegar nauðugur einn kostur að greiða bætur enda hafði það vanefnt samning við verktakann sem átti að byggja húsið. Mistökin sem ríkið gerði með því að draga lappirnar við byggingu hússins er framhald á hörmungarsögu íslenskrar tungu. Örar tæknibreytingar og alþjóðavæðing hafa gjörbreytt stöðu íslenskunnar. Börn alast upp við að nota snjalltæki, tölvur og hugbúnað sem skilja ekki íslensku og því á tungumálið undir högg að sækja. Framlög ríkisins til Máltæknisjóðs í þeim tilgangi að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni eru aðeins brot af því sem þarf til að ná markmiðinu. Ekkert hús mun bjarga íslenskunni og verndun hennar fer fram á heimilum landsmanna án atbeina ríkisvaldsins. Þess vegna mun bygging Húss íslenskra fræða aldrei bjarga tungumálinu. Sá björgunarleiðangur er miklu flóknara verkefni. Það er engu að síður dapurlegt að ríkisvaldið láti Hús íslenskra fræða mæta afgangi. Í því felst ákveðin yfirlýsing um að það sé ekki forgangsverkefni að setja tungumálið okkar á þann virðingarstall sem það á skilið. Holan er því táknræn fyrir það virðingarleysi sem íslenskri tungu og menningararfleifð þjóðarinnar er sýnt. Að þessu sögðu er hins vegar jákvætt að í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 er gert ráð fyrir að húsið rísi á tímabilinu. Sú staðreynd að íslenska ríkið greiðir skaðabætur vegna húss sem aldrei var byggt en mun kannski rísa er samt ákveðin birtingarmynd á viðvaningshætti íslenskra stjórnmálamanna. Á meðan holan er þarna verður hún minnismerki um þessi vinnubrögð. Og til háðungar þeim sem ábyrgðina bera.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu var ranglega fullyrt að ekki væri gert ráð fyrir útgjöldum vegna byggingu Húss íslenskra fræða í fjárlögum næsta árs. Gert er ráð fyrir framkvæmdum sem fjármagnaðar verða með framlagi Háskóla Íslands, þ.e. 400 milljónum króna frá Happdrætti HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Íslenska ríkið mun þurfa að borga verktaka sem átti lægsta boð í byggingu Húss íslenskra fræða 120 milljónir króna í skaðabætur því ekkert hefur orðið af byggingarframkvæmdum vegna hússins. Sérstök heimild til slíks var samþykkt á Alþingi með fjáraukalögum fyrr í þessum mánuði. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Í húsinu áttu að vera sérhannaðar geymslur og sýningarsalir fyrir forn íslensk skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Undirbúningur að byggingu hússins hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna. Stuttu síðar hófst svo fyrsti áfangi verksins sem fólst í jarðvinnuframkvæmdum. Þegar ný ríkisstjórn tók við eftir alþingiskosningar það ár var verkefninu hins vegar slegið á frest. Síðan þá hefur „hola íslenskra fræða“ staðið við Arngrímsgötu 5 í Vesturbænum í Reykjavík. Þótt staða ríkisfjármála sé brothætt og viðkvæm hefði verið hægt að forgangsraða og hefja framkvæmdir við byggingu hússins í áföngum. Í staðinn var ekkert gert að loknum fyrsta áfanga og 120 milljónum króna var kastað út um gluggann. Formaður fjárlaganefndar Alþingis hefur viðurkennt að greiðsla skaðabótanna sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Ríkisvaldinu var hins vegar nauðugur einn kostur að greiða bætur enda hafði það vanefnt samning við verktakann sem átti að byggja húsið. Mistökin sem ríkið gerði með því að draga lappirnar við byggingu hússins er framhald á hörmungarsögu íslenskrar tungu. Örar tæknibreytingar og alþjóðavæðing hafa gjörbreytt stöðu íslenskunnar. Börn alast upp við að nota snjalltæki, tölvur og hugbúnað sem skilja ekki íslensku og því á tungumálið undir högg að sækja. Framlög ríkisins til Máltæknisjóðs í þeim tilgangi að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni eru aðeins brot af því sem þarf til að ná markmiðinu. Ekkert hús mun bjarga íslenskunni og verndun hennar fer fram á heimilum landsmanna án atbeina ríkisvaldsins. Þess vegna mun bygging Húss íslenskra fræða aldrei bjarga tungumálinu. Sá björgunarleiðangur er miklu flóknara verkefni. Það er engu að síður dapurlegt að ríkisvaldið láti Hús íslenskra fræða mæta afgangi. Í því felst ákveðin yfirlýsing um að það sé ekki forgangsverkefni að setja tungumálið okkar á þann virðingarstall sem það á skilið. Holan er því táknræn fyrir það virðingarleysi sem íslenskri tungu og menningararfleifð þjóðarinnar er sýnt. Að þessu sögðu er hins vegar jákvætt að í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 er gert ráð fyrir að húsið rísi á tímabilinu. Sú staðreynd að íslenska ríkið greiðir skaðabætur vegna húss sem aldrei var byggt en mun kannski rísa er samt ákveðin birtingarmynd á viðvaningshætti íslenskra stjórnmálamanna. Á meðan holan er þarna verður hún minnismerki um þessi vinnubrögð. Og til háðungar þeim sem ábyrgðina bera.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu var ranglega fullyrt að ekki væri gert ráð fyrir útgjöldum vegna byggingu Húss íslenskra fræða í fjárlögum næsta árs. Gert er ráð fyrir framkvæmdum sem fjármagnaðar verða með framlagi Háskóla Íslands, þ.e. 400 milljónum króna frá Happdrætti HÍ.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun