Vegaþjónusta í lágmarki yfir áramót þrátt fyrir aukna umferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mest verður þjónustan á vegum á suðvesturhorninu í kringum höfuðborgina. vísir/gva Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira