Erlent

Jerúsalem ætti að vera „höfuðborg tveggja ríkja“

Samúel Karl Ólason skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir tveggja ríkja lausnina svokölluðu, varðandi Ísrael og Palestínu, vera í hættu. Hann segir landtökubyggðir Ísraela ógna framtíð ríkisins sem og friði við Palestínumenn. Kerry flutti ræðu í dag þar sem hann fór yfir aðgerðaáætlun sína að friði á svæðinu.

Þann 20. janúar tekur Donald Trump hins vegar við embætti forseta Bandaríkjanna og er því ljóst að tíminn er naumur vilji Kerry koma einhverju í verk.

Þá varði ráðherrann ákvörðun stjórnvalda í Washington að leyfa atkvæðagreiðslu um landtökubyggðir Ísraela í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun sem var samþykkt af ráðinu er kallað eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landtökubyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar.

Sjá einnig: Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða

Kerry sagði að ákvörðunin hefði verið tekin með því markmiði að halda tveggja ríkja lausninni á lífi. Að ofbeldi, hryðjuverk, landtökur og nánast endalaust hernám vera að gera útaf við vonir um friðsama lausn.

Hann sagði leiðina að friði áfram liggja með tveggja ríkja lausninni og að Jerúsalem ætti að vera höfuðborg tveggja ríkja.

Hér að neðan má sjá ræðu Kerry í heild sinni. Hún hefst eftir rúmar 22 mínútur.


Tengdar fréttir

Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×