Perlan verður að lundabúð: „Mjög dapurlegt að þetta skuli gerast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 09:15 Bjarni hefur staðið að rekstri veitingastaðarins Perlan í Perlunni um árabil Vísir/Vilhelm Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira