Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 20:34 Ákveðnir uppreisnarhópar hafa fengið sérstök vopn gegn skriðdrekum frá Bandaríkjunum. Vísir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56