Hundruð starfsmanna í fataverksmiðjum sagt upp eftir mótmæli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 18:09 Starfsmenn verksmiðjanna mótmæla. Vísir/EPA Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira