Erlent

Trump skipar öryggisráðgjafa

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur skipað Tom Bossert sem ráðgjafa sinn í þjóðaröryggismálum og í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Bossert starfaði áður sem öryggisráðgjafi fyrir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, George W. Bush.

Bossert hefur á síðustu árum rekið ráðgjafafyrirtæki sem greinir og lágmarkar ýmsa áhættu í fyrirtækjum.

Þá hefur hann einnig verið virkur í sérfræðingateyminu Atlantic Council.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×