Fótbolti

Landsliðskona átti ekki fyrir mat

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freyr og Ásmundur á blaðamannafundi.
Freyr og Ásmundur á blaðamannafundi. vísir/stefán
Landsliðsþjálfarar kvenna, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, eru í áhugaverðu viðtali við jólablað Gróttu þar sem farið er um víðan völl.

Þar tala þeir meðal annars um að stelpurnar í A-landsliðinu séu ekkert allar á fínum launum.

„Nokkrar í liðinu hafa það mjög gott og hafa líka aldeilis unnið og barist fyrir því. Svo veit ég líka um leikmann hjá okkur sem átti ekki fyrir mat síðustu viku hvers mánaðar í langan tíma,“ segir Freyr.

„Nýlega áttu leikmenn sem eru í atvinnumennsku að mæta í flug nokkuð langt frá heimili sínu til að ferðast í útileik með landsliðinu. Þær lentu í gríðarlegum vandræðum þar sem þær áttu ekki pening fyrir fargjaldi í leigubíl eða lest til að komast á flugvöllinn. Vitaskuld áttu þær rétt á endurgreiðslu en áttu samt ekki pening til að leggja út. Leikmenn í A-landsliði fá dagpeninga og ég get sagt þér það að stelpurnar munar verulega um þetta á meðan dagpeningarnir geta verið eins og bland í poka fyrir strákana.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×