Yfirvöld í Túnis hafa handtekið frænda Anis Amri og tvo aðra menn sem þau segja að hafi myndað hóp sem hugði á hryðjuverk. Amri var skotinn til bana af lögreglunni í Mílanó í gær en á mánudagskvöld keyrði hann trukk inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín með þeim afleiðingum að 12 létust og 49 særðust. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst ábyrgð á árásinni.
Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Túnis segir að frændi Amri, sonur systur hans, hafi játað að hafa átt samskipti við Amri í gegnum dulkóðuð skilaboð með smáforritinu Telegram.
Þá sagði jafnframt í yfirlýsingunni að þriggja manna hópurinn sem var handtekinn hafi verið virkur í bæjunum Fouchana og Oueslatia. Amri á að hafa sent peninga til frænda síns svo hann gæti ferðast til Þýskalands og orðið þar hluti af hryðjuverkahópi. Þá á hann einnig að hafa hvatt frænda sinn til að sverja Íslamska ríkinu hollustueið.
Frændi árásarmannsins í Berlín handtekinn í Túnis

Tengdar fréttir

Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist
Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag.

Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda
Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið.

Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó
Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag.