Langt frá endastöð Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. desember 2016 10:15 Bækur Svartalogn Kristín Marja Baldursdóttir Útgefandi: JPV útgáfa Fjöldi síðna: 381 bls. Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Prentun: Oddi Flóra Garðarsdóttir stendur á tímamótum. Sextug, fráskilin með tvö uppkomin börn missir hún vinnuna sem hún hefur sinnt af stakri samviskusemi áratugum saman án þess að vera umbunað í nokkru öðru en leyfi til að vinna ólaunaða yfirvinnu á meðan aðrir fara heim. Á Íslandi er dauðasynd að vera ekki í vinnu, eins og Flóra kemst að þegar uppsagnarfresturinn rennur út, atvinnuumsóknum hennar er ekki svarað og hún verður æ þunglyndari og örvæntingarfyllri eftir því sem lengra líður frá því að henni fannst lífið hafa tilgang. „Handviss um að vorið kæmi aldrei aftur til mín, það væri aðeins haustið sem hefði á mér áhuga.“ (bls. 270) Þegar hún snoðar sig og lendir í átökum á bar eftir afdrifaríka ferð til Boston ákveður fjölskyldan að grípa í taumana og sendir hana í hálfgerða útlegð vestur á firði til að mála hús og vera ekki fyrir neinum á meðan. Þangað fer Flóra næstum eins og til að deyja en fljótlega kemur í ljós að það er svo sannarlega ekki það sem á fyrir henni að liggja. Hún kynnist organistanum á staðnum og fyrir hennar tilstilli þremur ungum konum af erlendum uppruna og saman ákveða þessar fimm konur að setja upp óperu. Flóra kemst að því að hún er mjög langt frá því að vera komin á endastöð lífsins heldur fylla þessi samskipti hana lífi sem hún hefur vart fundið til áður og í bókarlok blasir við óræð og spennandi framtíð full af áskorunum og tækifærum. Staða eldri kvenna á vinnumarkaði og í samfélaginu er verðugt rannsóknarefni. Stundum lýsa konur á þessum aldri þeirri upplifun sinni að þær verði nánast ósýnilegar upp úr sextugu, að líf þeirra og vinnuframlag skreppi skyndilega saman í góðlátlegt ömmuhlutverk sem hvorki á skilið áskoranir, örvun né viðurkenningu, hvorki í einkalífi né starfi. Kristín Marja lýsir þessari upplifun Flóru á raunveruleika sínum mjög vel og því er jafnvel ennþá skemmtilegra og meira gefandi að sjá hvernig líf hennar breytist eftir því sem það öðlast meiri tilgang og fókus. Staða kvenna almennt er einnig mikilvægt stef í bókum Kristínar Marju og þessari ekki síður en hinum. Konurnar eru ólíkar en eiga allar undir högg að sækja, organistinn og tónskáldið Petra er listakona í karlaheimi, Flóra er að eldast og missa aðalskiptimynt kvenna í valdatafli samfélagsins, nefnilega kynþokkann. Erlendu konurnar þrjár, Eva, Juane og Ania eiga svo hver fyrir sig sínar áskoranir við að etja í viðbót við að fóta sig í framandi umhverfi. Listin sameinar þessar konur, listin og tjáningin. Flóra tekur að sér að kenna erlendu konunum íslensku og sem þær ná smám saman tökum á málinu nær hún tökum á því að tjá sig sjálf, skoðar og sér tilfinningar sínar og sögu í nýju ljósi og bæði skilur sjálfa sig og fyrirgefur. Náttúran leikur einnig stórt hlutverk, í upphafi bókar er snjóþungur vetur en þegar líður á fer að vora, þrátt fyrir ótta Flóru um annað. Kristín Marja Baldursdóttir er ein af okkar virtustu og vinsælustu höfundum og þessi bók gefur hennar bestu ekkert eftir. Textinn er lipur og auðlæsilegur, söguþráðurinn spennandi og innsýnin í persónurnar áhugaverð og gefandi.Niðurstaða: Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi saga sem heldur lesandanum vel við efnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016 Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Svartalogn Kristín Marja Baldursdóttir Útgefandi: JPV útgáfa Fjöldi síðna: 381 bls. Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Prentun: Oddi Flóra Garðarsdóttir stendur á tímamótum. Sextug, fráskilin með tvö uppkomin börn missir hún vinnuna sem hún hefur sinnt af stakri samviskusemi áratugum saman án þess að vera umbunað í nokkru öðru en leyfi til að vinna ólaunaða yfirvinnu á meðan aðrir fara heim. Á Íslandi er dauðasynd að vera ekki í vinnu, eins og Flóra kemst að þegar uppsagnarfresturinn rennur út, atvinnuumsóknum hennar er ekki svarað og hún verður æ þunglyndari og örvæntingarfyllri eftir því sem lengra líður frá því að henni fannst lífið hafa tilgang. „Handviss um að vorið kæmi aldrei aftur til mín, það væri aðeins haustið sem hefði á mér áhuga.“ (bls. 270) Þegar hún snoðar sig og lendir í átökum á bar eftir afdrifaríka ferð til Boston ákveður fjölskyldan að grípa í taumana og sendir hana í hálfgerða útlegð vestur á firði til að mála hús og vera ekki fyrir neinum á meðan. Þangað fer Flóra næstum eins og til að deyja en fljótlega kemur í ljós að það er svo sannarlega ekki það sem á fyrir henni að liggja. Hún kynnist organistanum á staðnum og fyrir hennar tilstilli þremur ungum konum af erlendum uppruna og saman ákveða þessar fimm konur að setja upp óperu. Flóra kemst að því að hún er mjög langt frá því að vera komin á endastöð lífsins heldur fylla þessi samskipti hana lífi sem hún hefur vart fundið til áður og í bókarlok blasir við óræð og spennandi framtíð full af áskorunum og tækifærum. Staða eldri kvenna á vinnumarkaði og í samfélaginu er verðugt rannsóknarefni. Stundum lýsa konur á þessum aldri þeirri upplifun sinni að þær verði nánast ósýnilegar upp úr sextugu, að líf þeirra og vinnuframlag skreppi skyndilega saman í góðlátlegt ömmuhlutverk sem hvorki á skilið áskoranir, örvun né viðurkenningu, hvorki í einkalífi né starfi. Kristín Marja lýsir þessari upplifun Flóru á raunveruleika sínum mjög vel og því er jafnvel ennþá skemmtilegra og meira gefandi að sjá hvernig líf hennar breytist eftir því sem það öðlast meiri tilgang og fókus. Staða kvenna almennt er einnig mikilvægt stef í bókum Kristínar Marju og þessari ekki síður en hinum. Konurnar eru ólíkar en eiga allar undir högg að sækja, organistinn og tónskáldið Petra er listakona í karlaheimi, Flóra er að eldast og missa aðalskiptimynt kvenna í valdatafli samfélagsins, nefnilega kynþokkann. Erlendu konurnar þrjár, Eva, Juane og Ania eiga svo hver fyrir sig sínar áskoranir við að etja í viðbót við að fóta sig í framandi umhverfi. Listin sameinar þessar konur, listin og tjáningin. Flóra tekur að sér að kenna erlendu konunum íslensku og sem þær ná smám saman tökum á málinu nær hún tökum á því að tjá sig sjálf, skoðar og sér tilfinningar sínar og sögu í nýju ljósi og bæði skilur sjálfa sig og fyrirgefur. Náttúran leikur einnig stórt hlutverk, í upphafi bókar er snjóþungur vetur en þegar líður á fer að vora, þrátt fyrir ótta Flóru um annað. Kristín Marja Baldursdóttir er ein af okkar virtustu og vinsælustu höfundum og þessi bók gefur hennar bestu ekkert eftir. Textinn er lipur og auðlæsilegur, söguþráðurinn spennandi og innsýnin í persónurnar áhugaverð og gefandi.Niðurstaða: Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi saga sem heldur lesandanum vel við efnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira