Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 14:51 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31